Eins og ég sagði um daginn kom ég heim frá Akureyri með ákaflega spennandi verkefni í farteskinu.
Í augnablikinu sinni ég sem sagt starfi aukakosningastjóra Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Það er stutt í kosningar og mörg verkefni framundan. Mjög mörg.
Þannig að ég verð aðeins að forgangsraða. Lærdómur, kosningar og ætli fjölskyldan endi ekki í þriðja sæti þessa daga sem eftir eru fram að 27.apríl. Bloggið fer í fjórða sæti. Ég mun þó leggja mig fram við að vanrækja það ekki gjörsamlega. Eitt blogg á dag er markmiðið - sjáum síðan hvernig það endar.
Ein gömul og góð speglamynd í tilefni dagsins. Svo ég falli ekki í gleymsku.
Ykkur er líka velkomið að fylgjast með á Instagram - @gveiga85. Ég skil símann minn sjaldan við mig og er ansi dugleg að henda myndum þar inn.
Þangað til næst lömbin mín.
Til lukku með nýja titilinn :) gangi þér vel mín kæra :)
ReplyDeletekveðja,
Halla Dröfn
Hjartans þakkir**
ReplyDeleteGlæsó!
ReplyDelete