Ég bara get ekki skrallað hvítlauk. Eða segir maður flysja? Ég hata það. Ég hata að þurfa að plokka pikkfast skrallið af hverjum geiranum á fætur öðrum. Svo eru kannski notaðir tíu geirar í eina uppskrift. Almáttugur, nei takk. Og hvítlaukslyktin sem kemur af nöglunum á manni, oj bara!
Ég hef fundið lausn á þessu hræðilega vandamáli.
Í þessar framkvæmdir þarf krukku með loki.
Hvítlaukurinn er rifinn í sundur og settur ofan í krukkuna. Lokið er sett á og krukkan hrist brjálæðislega í 10-20 sekúndur.
Eftir góðan hristing skilar krukkan af sér kviknöktum hvítlauksgeirum. Alveg hreint dásamlegt kraftaverk!
Hérna er myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig þetta er gert.
(Hugmyndin kemur héðan).
æj nennirðu að fara að versla meira og hætta að vera húsmóðir...
ReplyDeleteroger.
Deleteskal versla mér eitthvað í dag. bara fyrir þig.
jibbýkóla!
Deleteer nefninlega í prófalestri og þá er ég engin hagsýn húsmóðir (ef einhverntímann) og vil bara skoða föt og versl og eitthvað djúsí.
takk. bæ
æ já. kannski að ég ætti að fara að huga að prófalestri.
Deleteef það þýðir fleiri blogg, þá já!
DeleteBráðsnjallt!
ReplyDeleteNú ef þú ætlar ekki að nota heila geira þá má líka skella hnífsblaðinu ofan á geirann og ýta duglega. Þá er hann nánast laus við skallið og er kraminn í þokkabót - betra að sax'ann.
Harpa.
GEIRI - hvítlauksgeirrrrri! ég var mikið að hugsa um þetta í gær, hvaða blessaða orð væri notað yfir þetta, eins og þú sérð að ofan skrifa ég hvítlaukslauf, hahahahahaha, ég gat ómögulega munað orðið hvítlauksgeiri. jæja, ég bjó þá bara til nýyrði! :)
DeleteÞú ert svo mikill snillingur já snillingur segi ég.
ReplyDeleteTakk fyrir uppskriftina af fiskisúpuni, á mínu heimili er hún það besta sem við höfum smakkað lengi og er búin að vera elduð oft, og alltaf jafn góð og auðveld.
Takk fyrir að vera til mín kæra
kveðja Silley
þú gjörsamlega bræðir mig silley! takk fyrir að lesa!
Deletejá og fiskisúpan, hún er best! hrrriiikalega góð enda í algjöru uppáhaldi á þessu heimili.
takk aftur fyrir þessi fallegu orð! ;)
Nei, hættu nú alveg. Prófa þetta! Alveg brilljant!
ReplyDelete