Það þarf ekki alltaf mikið til þess að gleðja litla kroppa. Í þessu tilfelli dugðu fáeinar skálar af vatni með örlitlum dropa af matarlit út í, brauðsneiðar og hreinn pensill.
Þessum fannst nú ekki leiðinlegt að sitja ber að ofan og stússast við að mála morgunmatinn sinn.
Þegar málarinn hefur lokið sér af er brauðinu smellt í brauðrist.
Í þessum skrifuðu orðum situr ákaflega hamingjusamur listamaður fyrir framan mig að snæða ristað regnbogabrauð með sultu. Alveg yndislegur.
No comments:
Post a Comment