Þessi kaka leynist í gömlum Gestgjafa - ég hef bakað hana margoft og hún er alltaf jafn dásamleg.
Kanil- og súkkulaðiskúffa.
240 grömm hveiti
2 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið kanill
2 matskeiðar kakó
250 grömm sykur
2 og 1/2 dl mjólk
2 egg
150 grömm brætt smjör
Á milli:
2-3 matskeiðar sykur
1 teskeið kanill
2 teskeiðar kakó
Hitið ofninn í 180°. Sigtið hveiti, lyftiduft, kanil og kakó í hrærivélarskál og bætið sykri út í. Hellið mjólk og eggjum í skálina og hrærið saman í sirka tvær mínútur. Hellið smjöri út í á meðan vélin gengur og blandið öllu vel saman. Setjið bökunarpappír í botninn á 20x30 cm formi og jafnið helminginn af deiginu í það. Blandið sykri, kanil og kakói saman og stráið ofan á deigið í forminu. Jafnið síðan afganginum af deiginu ofan á og bakið kökuna í miðjum ofni í 25 mínútur.
Krem:
150 grömm flórsykur
2 matskeiðar kakó
3 matskeiðar brætt smjör
3 matskeiðar kaffi eða vatn
2 teskeiðar vanilludropar
Þið gætuð mögulega verið farin að velta því fyrir ykkur hvort barnið mitt eigi engin föt. Mig skal ekki undra. Hann er jú ber að ofan á allflestum myndum sem rata hingað inn af honum.
Einföld, fljótleg og hriiiikalega góð!
No comments:
Post a Comment