Ég hef þann hryllilega ávana að brölta um á næturnar. Með brölti á ég við að ég vakna 2-3svar á nóttunni, fer fram, kíki í tölvuna, í ísskápinn, aðeins í símann og fer svo aftur upp í rúm.
Í sumar hefur þetta bölvaða vesen versnað til muna. Núna vakna ég klukkan rúmlega þrjú að nóttu og fer bara ekkert að sofa aftur. Ég hangi í tölvunni í sirka einn og hálfan tíma - eða þangað til að ég er orðin svöng og þá fer ég og fæ mér hafragraut. Klukkan hálf fimm! Eins og ekkert sé eðlilegra.
Baugarnir eru farnir að minna á glóðuraugu og ná orðið langleiðina niður að geirvörtum.
Hafragrautur fullur af chiafræjum fyrir minn vansvefta heila.
Ég er sybbin. Ó, svo sybbin.
No comments:
Post a Comment