Ég skráði mig í klúbb um daginn - Kaffiklúbbinn nánar tiltekið. Í dag fékk ég síðan ilmandi sendingu af dásamlega góðu kaffi. Hægt er að velja um í hvaða formi kaffið kemur - baunir, malað eða púðar. Stórskemmtilegt alveg hreint.
Ég ætti að fá einhverskonar verðlaun fyrir sjálfsþurftarbúskap. Ekki nóg með að hér sé veitt í matinn þá ræktum við jarðaber af miklum móð. Ég hef að vísu manninn á neðri hæðinni grunaðan um að vera að éta uppskeruna mína - en það er önnur saga.
Ég hef horft á Glæstar vonir nánast frá upphafi. Það eru einhver 20 ár. 20 ár! Almáttugur. Það er nota bene mjög erfitt fyrir mig að viðurkenna að ég muni 20 ár aftur í tímann. Fjandinn.
En burtséð frá því að ég sé að verða eldri borgari þá elska ég Bill Spencer. Hann er alveg delissíjös. Ég gæti bara smurt honum á kexköku og já. Namm.
Ég er afar veik fyrir hverskyns naglaskrauti. Einnig er ég mjög veik fyrir glimmeri. Og afskaplega veik fyrir öllu sem kemur í svona litlum og sætum umbúðum. Af þeim sökum gat ég ómögulega staðist þessi kaup.
Kvöldinu ætla ég að eyða með þessum haug. Ég þarf að fara yfir og henda. Sambýlismaðurinn er að gera sér vonir um að þessi tiltekt þýði að ég sé loksins læknuð af þessari naglalakksmaníu sem hrjáir mig. Hann má halda í vonina eitthvað áfram blessaður.
Ég er bara að rýma til fyrir nýjum litum - það er nú einu sinni að koma haust.
Heyrumst.
Ótrúlega skemmtilegir póstar hjá þér!
ReplyDeletekærar þakkir! :)
Delete