Elsku stígvélin mín sem ég fékk á 500 kall í Húsasmiðjunni. Sambýlismanninum finnst þau ekki falleg. Vægt til orða tekið. Hann hefur meira að segja reynt að fela þau fyrir mér tvisvar.
Feluleikinn stundar hann af því að hann þorir ekki að láta stígvélin gossa í ruslið. Einu sinni henti hann nefnilega skóm af mér - án leyfis nota bene. Ég er nokkuð viss um að hann gerir þau mistök aldrei aldrei ALDREI aftur. Afleiðingarnar, maður lifandi.
No comments:
Post a Comment