Ég gaf uppskriftina af þessu stórkostlega salati í Fréttablaðinu um helgina og var búin að lofa henni hingað inn líka. Þetta er sko svo gott að manni langar að flytja búferlum ofan í helvítis skálina.
Já. Ég veit það er mánudagur og við erum öll í megrun. En ég ætla samt að láta flakka.
Snickerssalat:
1 pakki vanillubúðingur (Helst frá Jello)
1 bolli köld mjólk
1/2 líter rjómi
6 stykki Snickers
3 rauð epli
Jarðaber eða kiwi til skrauts.
Leysið upp búðingsduftið í mjólkinni. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við búðingsblönduna. Saxið Snickers og epli og hrærið saman við. Skreytið með ferskum ávöxtum.
1 bolli köld mjólk
1/2 líter rjómi
6 stykki Snickers
3 rauð epli
Jarðaber eða kiwi til skrauts.
Leysið upp búðingsduftið í mjólkinni. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við búðingsblönduna. Saxið Snickers og epli og hrærið saman við. Skreytið með ferskum ávöxtum.
Einfalt, fljótlegt og fáránlega gott!
Heyrumst.
Sæl
ReplyDeleteAf hverju má ekki nota Royal vanillubúðing?
Mér hefur alltaf fundist hann svo góður...
Það er örugglega alveg í fínu lagi. Ég hef bara ekki prófað.
ReplyDelete