Jul 30, 2014

Þingvellir.


Loksins kom sólin.

Af því tilefni heimsótti ég Þingvelli í dag. Í fyrsta skipti síðan ég var 14 ára. Þá gekk ég sennilega um með lokuð augun af því ég var að kafna yfir því að mamma og pabbi skyldu haldast í hendur á meðan gönguferð okkar stóð. Blíðuhót foreldra á almannafæri? Oj bara. 




Þessi smekkmaður í bol við hæfi. 


Það eru ansi fáar tennur eftir í þessum litla munni.

Á mánudaginn datt enn ein og á þriðjudagsmorgun var grenjað í góðan hálftíma. Tannálfurinn á Reyðarfirði gefur nefnilega alltaf 500 krónur en fátæki álfurinn í Breiðholti gaf bara 100 kall. Helvítis tannálfur.




Ég hef átt betri daga. Útlitslega séð. Stokkbólgið andlit, sokkin augu og þetta stórfína glóðurauga. Ekki beint upp á mitt besta.





Dásamlegur dagur.

Jæja, ég ætla að rífa mig úr fötunum í ellefta sinn í dag. Skima hvern einasta blett á mér. Já, ég er búin að lesa yfir mig af allskonar upplýsingum um skógarmítla. Kem ekki nálægt trjám eða hvers kyns gróðri án þess að það fylgi ákaflega ítarleg líkamsskoðun í kjölfarið. 

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment