Jul 31, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.




Ó, Sbarro. Pizzurnar, brauðstangirnar - almáttugur minn. Mig dreymir oftar um slíkar dásemdir en mök við Bubba. Svo ekki sé minnst á brauðstangasósuna. Guð á himnum. Vinkona mín stóð upp og gekk út af staðnum þegar ég hófst handa við að moka henni upp í mig með skeið. 


Uppáhalds lakkið mitt þetta sumarið. Frá Barry M að sjálfsögðu. Ein umferð og maður er klár í miðbæinn. Eða messu. Hvað sem er. 


Ég fæ mér ís svona einu sinni í viku. Ókei, fjórum sinnum. Ég elska ísinn sem fæst í Snæland Video í Hafnarfirði. Eins og að sleikja léttfrystan rjóma. Með ljósri karmelludýfu - mmm. Eins og mök við bragðlaukana. 


Besta sjoppa á Íslandi. Ég hef jú heimsótt þær margar. Það má treysta mér.

Ungó í Keflavík. Ég kynntist henni þegar ég bjó þar árið 2008 og var daglegur gestur. Nammibarinn, maður lifandi. Sá allra ferskasti. Snyrtilegheitin, starfsfólkið - allt. Dásamlegt alveg hreint.


Karamelludýrin í ofangreindum nammibar. Til þess að deyja fyrir! 

Já. Ég keyri frá Breiðholti til Keflavíkur fyrir þessi karamelludýr. Mig langar að líkja þeim við mök við einhvern en ég vil ekki ofgera ykkur. 

Heyrumst.

Ps - ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram, @gveiga85. 

No comments:

Post a Comment