Aug 2, 2014

Brownie með Marsfyllingu.



Mér er orða vant. Það er sjaldgæft. Svo afar sjaldgæft.

Þessi kaka sko. 


Ekkert vesen. Ég nenni ekki að sigta hveiti eða vigta sykur. Alveg alls ekki.

Brownie með Marsfyllingu:

1 pakki Betty Crocker Brownie Mix
6 Marsstykki



Skerum Marsstykkin í tvennt. Það sleppur að lauma einum helming upp í sig. Ég ábyrgist það.


Útbúum kökudeigið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 


Setjum bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót og helminginn af kökudeiginu þar ofan í.



Komum Marsbitunum gaumgæfilega fyrir.


Afganginum af deiginu er að lokum smurt vandlega yfir.

Inn í ofn á 180° í 40-50 mínútur. 



Svona, nákvæmlega svona, lítur himnaríki út. 

Yndislega blaut súkkulaðisæla löðrandi í mjúkri karamellu. Ég legg ekki meira á ykkur.

Eigið góða helgi mín kæru.

Heyrumst fljótlega.

8 comments:

  1. Nei nú fórstu alveg með það! JÖMM! P.S. Hvenær verður hægt að horfa á þættina þína á isTV.is? Ég missti af síðasta þætti og er alveg miður mín!

    ReplyDelete
  2. Er timinn alveg rettur? Aftan a kassanum er 20 min.. þarf marsið svona mikið?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það fer dálítið eftir eldfasta mótinu sem þú notar. Mitt var í minna lagi og þess vegna var kakan mjög þykk. Best er bara að nýtast við trixið að stinga prjón í miðja kökuna.

      Delete
  3. Vinkona mín bakaði svona í dag og ó guð þetta er svoooo gott! Hún lét mars í annan helminginn en þrist í hinn - bæði betra!

    kv. þessi sem hefur ekki lyst á kvöldmat eftir óhóflegt kökuát.

    ReplyDelete
  4. Ég spái alltaf hvort miða sé við undir og yfirhita eða blástur :)

    ReplyDelete
  5. Sama hér Sólrún. Gætirðu upplýst okkur Guðrún Veiga?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hmm. Ehh, Ég kveiki bara á ofninum og set á 180°. Undir, yfir - ég játa mína gríðarlegu fáfræði. Ég á samt ekki blástursofn. Svo mikið veit ég.

      Delete