Allt í lagi, þetta er lyktin hennar mömmu minnar. En ég meina, hver vill ekki lykta eins og mamma sín? Eða mamma mín í þessu tilviki.
Ég get ómögulega sagt ykkur hvernig lykt þetta er. Ég er ekki vínsmakkari. Þetta ber ekki keim af heitreyktri eik með angan af blæjuberjum. Þetta lyktar ekki af sveit, jörð, laufkryddi eða sultu. Ég vildi samt ég væri vínsmakkari. Það er draumastarfið mitt. Já, önnur saga.
Þessi lykt er einfaldlega stórkostleg. Ekki of þung. Ekki of létt. Bara lokkandi og ljúf. Unaðsleg. Best.
Ég fór í Hagkaup áðan til þess að kaupa sítrónu. Kom út með þessa flösku og snakkpoka. Enga sítrónu. Það er líka hægt að kaupa sprey með þessari lykt. Ég er bara meira fyrir það að smyrja mig með olíu. Dropi á hálsinn. Bak við eyrun. Hnakkann. Innanverð lærin. Djók.
Þessi flaska kostar einhverjar 2500 krónur. Og gefur 15 þúsund króna ilmvatni ekkert eftir. Ekki rass.
Svo er til svona sjampó. Hárnæring. Body Lotion. Svitaeyðir. Hægt að marínera sig í þessari dásemd. Upp og niður. Út og suður.
Besta lykt í heimi.
Jæja, ég ætla að olíusmyrja mig. Fara að ryksuga. Og hlusta á Meat Loaf.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment