Jun 8, 2015

Litlu hlutirnir


Það fyrsta sem ég sé á morgnana. Af því það fyrsta sem ég geri er að opna ísskápinn. Og fá mér Pepsi Max. Bara einn sopa. Já ég er ógeð. 

Harvey minn og klisjukennt póstkort. Ég elska klisjur. Og flennistóru segulmyndina af Harvey. Mínum heittelskaða. Númer tvö sko. Eða kannski þrjú á eftir Gordon Ramsay. Njah, fjögur. Á eftir Gordon og Bubba Morthens. 



Fyrsti kaffibollinn á mánudagsmorgni. Svo stórkostlegur. Unaðslegur. Í öllum sínum einfaldleika. 



Að eiga regnhlíf. Í ömurlegu veðri. Hlébarðamynstraða. Af því ég myndi aldrei láta sjá mig með neitt annað. 


Að koma heim sársvöng um miðjan dag. Finna sambýlismanninn inni í eldhúsi að smjörsteikja lúðu. Sem var dýrðleg. Það verður feitt og fínt að hafa hann heima í heilar sex vikur. Smjörsteikjandi á miðjum mánudegi. Guð á himnum.


Að geta fengið kvöldmat á slikk í Ikea. Af því sambýlismaðurinn bar fram áætlaðan kvöldmat í kaffitímanum. 


Þegar sambýlismaðurinn býður mér bílasölurúnt. Ég þigg ávallt slík boð af því þá fæ ég ís. Það er hægt að lokka mig hvert á land sem er með loforði um eitthvað matarkyns. 


Ísinn klárast. Hratt. En rúnturinn heldur áfram. Ég byrja að reyna að bora úr mér augun. Og bið þess heitt og innilega að eyrun á mér fyllist af merg. Og ég hætti að heyra tuðið um að 16 ára gamli Yaris minn eigi heima á haugunum.

Nota bene, þegar sambýlismaðurinn kom í land á fimmtudaginn þá bannaði hann mér að koma á bryggjuna á Yarra. Röflaði eitthvað um lausa stuðarann og teipaða hliðarspegilinn. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. 

Jæja. Meiri ís. Yoyo ís og Keeping Up With the Kardashians. Nóbb. #noshame. Vottar ekki fyrir því. 

Ég er á bæði Snapchat og Instagram - @gveiga85.

Heyrumst.

2 comments:

  1. Það eina sem er ógeðslegt við morgun-pepsimax-drykkjuna þínar er þessi eini skitni sopi. Kveðja súperdósin :(

    ReplyDelete
  2. Hæhæhæ langaði að forvitnast hvaða bloggsíðum þú fylgist með? einhver skemmtileg íslensk blogg fyrir utan trendnet sem þú ert að fylgjast með?

    ReplyDelete