Sambýlismaðurinn kom heim í stutt stopp í dag. Rétt rúmlega tólf tíma. Ég nældi mér í nýjan kjól að því tilefni. Ókei, ég keypti kjólinn að vísu þremur dögum áður en ég hafði hugmynd um að hann væri á landleið. Mátti reyna.
Kjóllinn kemur af sömu slá og allir mínir kjólar. Eða 98% af þeim. Uppáhalds slánni minni. Sem stendur inni í Gyllta kettinum. Á henni hanga eingöngu vintage kjólar. Sem allir kosta þrjá þúsundkalla.
Sambýlismaðurinn var búinn að taka tæplega tvö skref á þurru landi þegar ég var farinn með hann hálfa leið til Keflavíkur. Út úr mígandi rigningunni. Til þess að taka myndir. Af fína kjólnum mínum.
Ég þurfti nú ekki að snúa mikið upp á handlegginn á honum. Hann er mín helsta klappstýra. Bloggklappstýra. Gerir allt til þess að aðstoða mig. Svo er líka uppáhalds ísbúðin hans í Hafnarfirði, Og honum finnst heldur ekkert skemmtilegra en að keyra svolitlar vegalengdir með mér. Það lítur svona út. Sirka:
Kona sem getur ekki gengið á háum hælum á jafnsléttu á ekki að skrölta á háum hælum út í eitthvað helvítis hraun.
Þessi kjóll sko. Æðislegur. Þó ég segi sjálf frá.
Þið finnið mig bæði á Snapchat & Instagram - gveiga85.
Heyrumst.
Geðveikur kjóll!
ReplyDelete