Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum sem staldrar við á þessu bloggi að ég læt taka mikið af myndum af mér. Mjög mikið. Í flestum tilvikum er það sambýlismaðurinn sem smellir af. Þessi elska. Og gerir það með glöðu geði. Enda get ég táldregið hann á ýmsa vegu. Sem ég ætla ekki að útlista frekar hérna.
Stundum smellir afkvæmið af. Sem er ekki eins mikil elska þegar kemur að myndatökum. Að fá hann til að taka myndir kostar bæði þolinmæði og peninga. Og margar skálar af sykruðu morgunkorni. Nei, hann vílar ekki fyrir sér að þiggja mútur. Fyrir allan andskotann.
Stundum neyðist ég til þess að leika af fingrum fram. Eins og ég hef sýnt ykkur áður. Það á aðallega við þegar sambýlismaðurinn er á sjó og ekkert lausafjár til á heimilinu til þess að greiða afkvæminu. Sem heldur að hann sé Saga Sig. Eða Nigel Barker.
Svo er það fyrirsætan. Sem leikur nokkuð stórt hlutverk í öllum þessum myndatökum. Hún er, ehm, erfið. Kröfuhörð. Óþarflega meðvituð um sjálfa sig. Óþolinmóð. Með óteljandi fyrirskipanir. Boð og bönn. Og veit að sjálfsögðu langbest þó hún sé ekki með myndavélina í höndunum.
Mögulega má segja að hún sé á pari við Naomi Campell. Ekki í fegurð og þokka. Nei. Heldur í skapofsa og ofbeldishneigð.
Regla númer eitt, tvö og þrjú hjá fröken Campell (já, ég ætla bara að kalla mig það) eru margar myndir. Það verður að vera nóg. Alveg glás. Hún verður að hafa úr nógu að velja sko. Aðallega af því að hún er aldrei sátt. Ef teknar eru hundrað myndir getur hún sætt sig við sirka fjórar. Give or take.
Og Campell kennir ljósmyndaranum alltaf um þessar 96 sem voru slæmar. Hún á enga sök að máli. Enda ávallt glæsilegheitin uppmáluð. Fagmaður og fyrirsæta fram í fingurgóma.
Eða bara alveg alls ekki. Eins og sjá má ef við skoðum myndir sem teknar voru í sérlegri myndatöku um helgina. Campell í nýjum kjól og svona. Búin að táldraga sambýlismann sinn hálfa leið til Keflavíkur. Og útkoman? Talsvert verri en venjulega. Ekki ein nothæf mynd. Ekki ein.
Skemmtilegt sjónarhorn. Með vindinn í fangið og vömbina út í loftið.
Nei, ég var ekkert að átta mig á því að vindurinn var að líma kjólinn við mig. Svona stóð ég þó nokkrar myndir í viðbót. Fagmaðurinn sem ég er.
Vindurinn búinn að feykja hárinu af skallablettinum. Já, ég er eins og nírætt gamalmenni. Ég þarf að greiða yfir.
Ég var ekki að reka út úr mér tunguna. Nei, bara að tuða. Var að muldra setninguna sem ég læt flakka 390 sinnum í hverri myndatöku.
,,ENGA UNDIRHÖKU, ÞÚ MANST!"
Ennþá með vömbina út í loftið og vindinn í fangið. Og sambýlismaðurinn smellti bara og smellti. Þorði ekki öðru. Krafan um fáranlega margar myndir og allt það.
Ég á auðvitað óteljandi svona myndir. Alveg óteljandi.
Þarna var ég að reyna við einhver glæsilegheitin.
Og flaug á rassgatið í kjölfarið.
Þetta hopp var endurtekið örugglega 15 sinnum. Alltaf leit ég út fyrir að vera með harðlífi. Einu harðsperrurnar sem ég hef fengið á árinu. Og örugglega tuttugasta skiptið sem sambýlismaðurinn hefur íhugað að yfirgefa mig á árinu.
Jæja, sambýlismaðurinn er farinn á sjó. Campell ætlar að rífa fram litabækurnar og rauðvínið. Mmm.
Þið finnið mig bæði á Snapchat og Instagram - gveiga85.
Heyrumst.
Þú ert skemmtileg, ég hló :)
ReplyDeletebest. alltaf. takk.
ReplyDeleteHahaha þú ert æđi! Og þessi gula kápa ómæ! 😍👌
ReplyDelete