Roastbeef og remúlaði á mánudagskvöldi. Og á pappadisk! Stundum bara get ég ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að vaska upp eftir kvöldmatinn. Við skiptumst reyndar á með uppvaskið en á mínum kvöldum gríp ég annað slagið í pappadiskana. Það er bara svo fjári þægilegt að geta grýtt öllu í ruslið að lokinni máltíð.
Uppþvottavél? Nei ég vil frekar eyða peningum í rauðvín. Og naglalökk.
Nýja fína ponsjóið mitt frá LakkaLakk. Ég er ógurlega ánægð með þessi kaup.
Þessar elskur verða brúkaðar eftir nákvæmlega viku. Við sambýlingarnir ætlum að skoppa í helgarferð til Kaupmannahafnar. Þessi ferð er eiginlega þrítugsafmælisgjöf til sambýlismannsins. Hann er svoddan lukkunnar pamfíll að minn félagsskapur fylgir að sjálfsögðu gjöfinni. Enda hefði honum hundleiðst aleinum í Köben.
Tvítug vegabréfsGuðrún. Með ofplokkaðar augabrúnir og alltof lítil gleraugu.
Skápatiltekt í tilefni utanlandsferðar.
Það sem dettur stundum ofan í poka hjá mér þegar ég versla erlendis. Ég hlýt að hafa þjáðst af tímabundinni blindu þegar þetta stykki var verslað. Ég þarf augljóslega að hafa það á bakvið eyrað að drekka ekki áfengi fyrir búðarráp.
Eigið notalegt fimmtudagskvöld mín kæru.
Til hamingju með ponsjóið og mikið er bloggið þitt skemmtilegt. Við erum alveg fan nr 1. Kveðja, lakkalakk systur :)
ReplyDelete