Ég eyddi hluta af gærdeginum í dýrðinni á Seyðisfirði. Ég, mamma mín, systir og frænka röltum í bæinn og kíktum í hin ýmsu gallerí og handverkshús sem leynast nánast á hverju horni.
Dagurinn endaði síðan í kaffisopa og döðlubrauði hjá elsku ömmu minni. Það er fátt sem slær það út.
Ó, þessi búð er dásemdin ein. Þið getið kíkt á hana hér. Ég hefði án efa haft þónokkra hluti á brott með mér ef ekki væri fyrir helvítis eyðslubannið sem ég er í.
Ég er agalegur dunkaperri. Mikið sem mig langaði í þessa. Bölvað eyðslubann.
Mamma að versla. Það hafa ekki allir jafn mikla stjórn á sér og ég.
No comments:
Post a Comment