Jul 18, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Þessi heimsækir okkur á svalirnar á hverjum degi klukkan 17:30. Sambýlismaðurinn og afkvæmið hafa tekið ástfóstri við henni og gauka að henni allskyns góðgæti. Hún snýr þess vegna ávallt aftur og er meira að segja farin að draga fjölskyldumeðlimi með sér. Ég er viss um að konan sem leigði okkur íbúðina verður gríðarlega hamingjusöm með þetta.


Breskur morgunverður. Þetta er í alvöru gott. Dásamlegt. Og meira að segja bökuðu baunirnar líka!



Stórskemmtileg listaverk úr sandi sem við komum auga á þegar við gengum eftir ströndinni í dag.


Undarlegustu gínur sem ég hef á ævinni séð.


Þið ættuð að sjá svipinn á fólki og þjónum á veitingastöðum þegar ég dreg kartöflukryddið upp úr vasanum og fer að krydda franskarnar mínar af miklum móð.

Eigið gott fimmtudagskvöld mín kæru.

Heyrumst fljótlega.

No comments:

Post a Comment