Þessir dásamlegu vegglímmiðar duttu inn um lúguna hjá mér í dag. Þegar ég fékk umslagið í hendurnar gerði ég mér grein fyrir því að Ebaysýki mín er orðin vandamál. Stórt vandamál. Ég get nefnilega ómögulega munað eftir að hafa pantað þetta.
Æh, þetta eru samt svo skemmtilegir límmiðar þannig að ég fyrirgef mér alveg að hafa keypt þá. Ég er viss um að sambýlismaðurinn gerir slíkt hið sama.
Fást hér.
Þyrfti að komast á námskeið hjá þér, í e bay kaupum. Eða er kannki bara ágætt að maður kann ekki að versla þarna ;)
ReplyDelete-Heba
ekki læra á ebay. alls EKKI! stórhættulegt helvítis fyrirbæri.
Deleteæjjj, ég sé að ég hef smitað illa frá mér. Ég hef aldrei notað pilsið sem mætti heim til mín eftir jólaprófatíð.
ReplyDeletevið eigum við vandamál að stríða.
einmitt. ég er með fulla skápa af allskonar drasli sem ég hef ekki einu sinni tekið úr umbúðunum.
Deletetakk.
já, verði þér að góðu.
Deleteþað er séns að þetta sé ein aðferð til að síta sambandi ykkar gumma. en bara smá séns.
okei. bæ
Hlakka til að lesa hvernig þetta mun ganga hjá þér, þ.e. að fá þá til að festast á veggnum :)
ReplyDeleteLaufgaða tréð í barnaherberginu þurfti smá hárblásarahitun til að festast almennilega!
hárblásarahitun? ég þarf nánari leiðbeiningar harpa!
DeleteEinmitt, þú last rétt!
DeleteLímið á dýrðinni var svo lélegt að það festist ekki almennilega við vegginn. Það fyrsta sem ég gerði að morgni og síðasta sem ég gerði að kvöldi var að ýta yfir hvern einn og einasta með tusku til að sjá hvort þeir festust ekki þann daginn!
Eftir neyðarkall til Heiðars í Skiltavali þá benti hann mér á að dunda mér með hitablásarann til að hita límið. Gekk eins og í sögu og ég hef ekki þurft að hafa afskipti af þessum límmiðum meir :)
Yfirborðið þarf s.s. að vera svo rennislétt til að þessir héldust fastir en mínir velmáluðu spónaplötuveggir voru farnir að hrjúfast of mikið fyrir límmiðana!
snillingur ertu harpa! takk fyrir þessar upplýsingar ;-)
Delete