1. Heimatilbúnir fánar til þess að stinga í snittur - búnir til með fallegu límbandi og tannstönglum. Já ég lagði ýmsilegt á mig fyrir afmælisveislu sambýlismannsins.
2. Afmælisbolla sem rann að mestu leyti hratt og vel ofan í undirritaða.
3. Vínglasalager heimilisins er verulega slæmur þessa dagana. Á myndinni má sjá mig drekka rauðvín úr bjórglasi. Hrikalegt ástand alveg hreint! Við höfum átt fáránlegt magn af vínglösum í gegnum tíðina - mér hefur tekist að brjóta hvert eitt og einasta.
4. Notalegheit á sunnudegi.
5. Gullfallegur kaffibolli á Salt á Egilsstöðum.
6. Stundum langar mig bara í eitthvað gott. Og með stundum á ég að sjálfsögðu við alltaf. Þessi eplakaka var bökuð rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Ekkert súkkulaði fannst í húsinu og því var gripið til örþrifaráða.
7. Nokkuð eðlilegur dagur í mínu lífi. Hér detta pakkar inn um lúguna á hverjum degi. Tjah, nánast. Þetta er sjúkdómur.
8. Æ, þessi. Ég er svo heppin að eiga hann. Litli dásamlegi þverhaus sem kemur mér á óvart á hverjum degi.
9. Elsku barinn minn. Hann stækkaði töluvert eftir afmælisveislu sambýlismannsins.
10. 80% af myndunum í símanum mínum eru af naglalakki. Naglalakk er líka einn af mínum sjúkdómum. Get ekki án þess verið. Það eru ekki nema átta dagar þangað til ég kemst í allar mínar uppáhalds búðir á Tenerife sem búa yfir endalausu úrvali af naglalökkum. Það verður falleg stund. Fyrir mig að minnsta kosti - sambýlismaðurinn verður hugsanlega ekki jafn kátur.
Nóg í bili.
Eigið góðan þriðjudag.
(Margar símamyndir rata inn á Instagramið mitt - ykkur er velkomið að fylgja mér þar @gveiga85).
No comments:
Post a Comment