Aug 11, 2014

Sumarfrí.

Ég er búin að vera í sumarfríi síðan fyrir verslunarmannahelgi. Hvar eyði ég slíkum frídögum? Jú, fyrir austan. Þar sem hjartað slær. Ókei, ef ég væri ekki fátækasti námslánaþegi á Íslandi þá hefði Austurland vel mátt eiga sig. Ég hefði mun frekar viljað eyða þessum dögum á Tenerife. Þar sem hjartað slær. 

Já. Hjartað slær víða. 









Ég tók afar fáar myndir í þessari ferð. Það var meðvituð ákvörðun að leggja myndavélina á hilluna. Bloggið að vissu leyti líka. 

Stundum þarf maður bara að liggja á sófanum í fáeina daga. Án þess að hugsa. Borða Bingókúlur og horfa á yfirborðskenndar bíómyndir. Örstutt hlé frá lífinu og tilverunni. Alveg bráðnauðsynlegt.

En ég er komin tilbaka. Sit á sófanum í Breiðholti í þessum skrifuðu orðum að borða kjúklingabaunir beint upp úr dósinni í kvöldmat.

Allt eins og það á að vera.

Heyrumst.

1 comment: