Í augnablikinu er ég að sötra þetta ljómandi fína te. Sem ég keypti bara sökum þess að það stendur marshmallow í bragðlýsingunni. Te með sykurpúðabragði? Selt!
Í augnablikinu ætti íbúðin mín að ilma eins og nýtýnd græn epli. Slík er ekki raunin. Note to self: ilmkerti á 89 krónur úr Bónus virka ekki.
Í augnablikinu á þetta hnetusmjör hug minn og hjarta. Solla? Hver er það? Þetta smjör er mjúkt, blautt og rjómakennt. Dásamlegt út á skyrið, ísinn, með pylsunni eða selleríinu. Mmm.
Í augnablikinu er ég afar þakklát fyrir að eiga mömmu sem kemur aldrei tómhent frá útlöndum.
Í augnablikinu liggur þessi bók við hlið mér í sófanum. Me Before You eftir Jojo Moyes. Ég hef lesið hana áður. Svona sjö sinnum. Ótrúlega hjartnæm og falleg saga um konu sem fellur fyrir lömuðum manni sem þráir ekkert heitar en að deyja. Mæli með henni - já og að minnsta kosti fjórum klútum á meðan lestri stendur.
Í augnablikinu sit ég límd yfir þessum þáttum. Banvæn veira herjar á alla heimsbyggðina og McDreamy kemur til bjargar. Í búning. Namm.
Í augnablikinu sárvantar mig klippingu. Ég lét hárlengingarnar fjúka í dag. Mig langaði bara svo að klóra mér duglega í höfuðleðrinu. Helst til blóðs. Það er ekki hægt með hárlengingar. Djöfull sem ég er búin að klóra mér í dag. Klóra, klóra og klóra.
Ég er algjör nýgræðingur hvað varðar hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu. Einhver meðmæli?
Ég er líka eiginlega búin að bíta það í mig að lita hárið ljóst. Ekki?
Í augnablikinu er ég að bíða eftir að þessi guðdómlegi Tandoorikjúklingur komi út úr ofninum. Ég át yfir mig af ís í dag. Þess vegna er kvöldverður í Breiðholtinu borinn fram klukkan níu.
Heyrumst.
Elska þessi ilmkerti úr bónus, sérstaklega kirsuberjalyktina!
ReplyDeleteÉg hlýt þá að vera e-h stífluð. Eða lyktarskynslaus. Það er eeeengin eplalykt hérna. Sver það!
DeleteEða eplalyktin gölluð? Pottþétt ekki þú ;) .. Kirsuberja virkar allavega!
DeleteLaukrétt - þetta er pottþétt ekki ég. Meingölluð kerti! ;)
DeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteþú varst að minna mig á hvað ég ætti að fá mér að drekka þetta er besta te sem ég veit um
ReplyDeleteJá það er alveg ótrúlega ljúffengt :-)
DeleteÞú ert að grínast skrifaði heil mikið sem kom ekki .... en jæja reynum aftur ... ;) þú ert æði bití dýrka að lesa frá þér !! Þetta te er algerlega málið fyrir svefninn maður sefur einsog ungabarn eftir einú Bolla og góða bók ætla klárlega að lesa þessa sem þú mælir með ! Og bíð spennt eftir að horfa á þessi þætti og mæli með að þú kíkir á Rasing Hope ef þú ert ekki byrjuð á þeim ... Það er eitthvað til að hlægja af !!!! :) H Berg er lang best enda í eigu fjölskyldu meðlims og legg ferð mína reglulega þangað og fer út með fullt fang af góðgæti !!!!! Með hárið vaaaaaaaa hvað ég skil þig !!!!! Og mæli með henni Þóru Björg á basic í Hafnarfirði í firðinum , hún er rosalega klár flug lærð með fullt af hugmyndum og reynslu ..... og ekki er verra að hún er sjúklega hress og með fullt af slúðri og brandara :) Gangi þér vel Kveðja Dísa
ReplyDeleteÞú ert nú meiri andskotans æðibitinn sömuleiðis! <3 Takk fyrir ráðin, mun bókað kíkja bæði á þættina og Þóru Björg!
ReplyDelete