Jun 19, 2015

DAY OFF

Ég elska vefverslanir. Heitt og innilega. Ég vil geta verslað heiman frá mér. Spáð og spekúlerað. Á brókinni. Drekkandi kaffi. Eða rauðvín. Helst rauðvín. Án þess að vera áreitt. 

Ég fæ reyndar eitthvað lítið að væflast um á brókinni. Svona á þessum síðustu og verstu. Afkvæmið bókstaflega blánar ef mér svo mikið sem bregður fyrir í öðru en einhverskonar sóttvarnarbúning. Eins og heilbrigðisstarfsmenn klæðast þegar þeir meðhöndla sjúklinga með e-bólu. Verður bara stjarfur og sturlaður. 
Nei, það má helst hvergi glitta í bert hold.

Nú svo ekki sé talað um þegar hann sér foreldra sína sýna hvort öðru blíðuhót. Þá rífur hann fram krossinn og hvítlaukinn. 

 Skemmtilegur aldur.

Sagði enginn. Aldrei. 


Jæja, hvað um það. 

Vefverslanir. Ég ætlaði að tala um það fyrirbæri. Fyrir stuttu opnaði vinkona mín eina slíka. Day Off  heitir dýrðin. Þessi vinkona mín er fáránlega smekkleg. Smekklegri en ég. Fagurkeri fram í fingurgóma. Og þessi verslun hennar. Ó, boj. 



Oh. Ég elska sólgleraugu. Ég á aldrei nóg. Bubbi elskar líka sólgleraugu. Við eigum það sameiginlegt. Svo því sé haldið til haga. 



Day Off býður upp á vandað skart, verulega falleg sólgleraugu og tímabundin tattoo. Sem ég ætla að sýna ykkur betur síðar. Þegar sambýlismaðurinn fellst á það að hjálpa mér við ásetninguna. 


Fékk ég mér hlébarðamynstruð sólgleraugu?

Já. Ó, já. 


Átti ég 17 sólgleraugu fyrir?

Já. Ó, já.

En ég meina - misjöfn tilefni kalla á mismunandi sólgleraugu. Mismunandi klæðnaður. Mismunandi skap. Mismunandi veður. Mismunandi skór. Mismunandi naglalakk.

Ég gæti endalaust talið. 


Nú og rúsínan í pylsuendanum. Þetta box. Fyrirferðarmikið og óþolandi eins og önnur gleraugnahulstur.


Hah, nema það er hægt að smella þessu boxi saman. Stinga því í rassvasann. Nei, ekki stinga því þangað. Það er ógeð. Það á aldrei neitt að vera í rassvasanum. Aldrei. 


Æ, ég dáist að fólki sem lætur drauma sína rætast. Lætur vaða. Reimar bara á sig skóna og opnar eina verslun. Ekkert mál. 

Ég legg að sjálfsögðu til að þið fleygið ykkur inn á Feisbúkksíðu Day Off. Smellið á like. Af því að þetta er falleg búð. Og þið viljið fylgjast með henni. 

Jæja. Ég er að fara að naglalakka mig. Og raka á mér lappirnar. Mögulega eina umferð yfir handakrikana. Svo ætla ég til útlanda í nótt. Með fínu sólgleraugun mín. Og nýrökuðu leggina. Og spranga um á bíkini eins og ég andskotans eigi heiminn.

Ég er á bæði Snapchat og Instagram - @gveiga85.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment