Ég hef nýlega tekið ástfóstri við strigaskóm. Af öllum stærðum og gerðum. Eða nei. Ekki í öllum stærðum. Bara stærð 40-41. Á mínar stærstu bífur í heimi. Eða svo gott sem.
Þetta ástfóstur kemur mér örlítið á óvart. Af því að venjulega kýs ég groddaralega leðurskó. Flatbotna í 97% tilvika. Vegna þess að ég er eins og sauðdrukkinn kúreki á hælum. Að dansa línudans. Með bundið fyrir augun.
Fyrr í vikunni var ég að rúlla yfir Facebook. Þá sjaldan. Við mér blasir auglýsing. Frá skor.is. Allir Converse skór á 20% afslætti. Og mig, aumingja mig var búið að langa í slíkt skópar svo lengi. Svo rosalega lengi. Helst gula. En þeir voru ekki til.
Ég keypti hvíta. Af því það var afsláttur. Og ég hef ekki taugar í að hafna afslætti af neinu tagi.
Notagildið er óumdeilanlegt. Ég get svo guðsvarið það. Þeir passa við alla kjólana mína. Eins og ég útskýrði svo blíðlega fyrir sambýlismanninum í gærkvöldi.
Ég er viss um að það sé gaman að taka myndir af mér. Handviss. Ég er alltaf í svaka sveiflu. Eins og fullur kúreki. Innskeif. Með úrið öfugt. Svo húðskamma ég ljósmyndarann alltaf fyrir lélegar myndir. Þær eru ekki mín sök.
Enda er ég ávallt eins og Gisele Bündchen á góðum degi. Ávallt!
Ég er á bæði Snapchat og Instagram - @gveiga85.
Heyrumst.
No comments:
Post a Comment