(Þessi mynd er af sambýlismanninum að raka hárin af tánum á sér - alls ótengd efni þessarar færslu. Hún var bara of góð til þess að sleppa.)
Ég er alltaf að reyna að vera einhverskonar lekandi ljúffeng
þokkagyðja í útlöndum. Sem valsar um útitekin. Geislandi. Með óaðfinnanlegt
hár. Skoppandi sætar krullur. Í glænýjum kjól. Á krúttlegum skóm. Helst með
demöntum. Og glimmeri. Af því það má í útlöndum.
En nei. Ég er týpan sem labbar um eins og hjólbeinóttur
húsvörður. Með hjólbörur. Af því ég fæ krónísk nuddsár á innanverð lærin. Sem
er ógeð. Hárið á mér er eins og á Monicu í Friends. Þegar þau fóru til Bahamas.
Helvítis krullur. Svo ekki sé minnst á túrbaninn sem ég þarf að vefja utan um
hausinn á mér á hverjum degi. Af því ég brenn svo í hársverðinum.
Ég lykta líka alltaf eins og fótboltamaður eftir 90 mínútna
leik. Plús framlenging. Svo ég sé fullkomlega hreinskilin. Og ógeðsleg. Jafnvel þó ég gangi með vini mína Nivea og Dove í rassvasanum.
Ah, já. Sólarexemið sem ég virðist þjást af. Og er bara bundið
við fæturnar. Við skulum ekki gleyma því. Kreminu á kökunni. Þannig að nú verð
ég að ganga í sokkum. Alla daga, alltaf. Og lít út eins og miðaldra þýskur
landkönnuður fyrir vikið.
Ó, fötin sem ég klæðist. Ég bara kann ekki að klæða mig í
þessu lofslagi. Er iðulega í skærgulum stuttbuxum. Í skræpóttum bol. Með grænan
(og hlébarðamynstraðan, auðvitað) túrban í hárinu. Svo finnst mér skrýtið að
götusalarnir hérna kalli mig Lady Gaga. Stundum kallar þeir mig líka Rambó. En
við skulum láta það eiga sig.
Sambýlismaðurinn átti afmæli í síðustu viku. Ég fleygði mér í falleg föt. Ekki kjól. Enda með blæðandi svöðusár á lærunum.
Ég klippti skóna mína út af myndinni. Þeir voru ljótir. Mjög ljótir.
Ég keypti þessar stórkostlega fallegu stuttbuxur í H&M.
Andskotinn. Ég gat ekki klippt skóna út af þessari mynd. Ég var í flip flops. Fokking flip flops.
Afmælishöldin voru þó falleg og góð. Ljúffeng og lostafull.
Internetið hérna á Tenerife er eins og einhverskonar dial-up internet frá árinu 1999. Mér til mikilla ama. Ég held þó að ég sé búin að finna kaffihús sem á heima á árinu 2015. Ég reyni að vera duglegri hérna.
Þið finnið mig bæði á Instagram og Snapchat - @gveiga85.
Heyrumst.
Hjólabuxur, eða bara klipptar leggings eru svarið við nuddsárunum á lærunum. Hoppaði hæð mína af gleði þegar ég uppgötvaði það og gat haldið áfram að vera í kjólum í útlöndum.
ReplyDeletePs. you're welcome!
DeleteSetja babypowder á milli lærana :)
ReplyDeleteHér er lausnin á nuddsárunum http://www.bandelettes.com/ sérlega hannað fyrir læri sem elska hvort annað ofurheitt
ReplyDelete