Nov 28, 2015

Auðveldari leiðin


Ég er löt. Mjög löt. Og skammast mín lítið fyrir það. Ef það er til styttri og auðveldari leið, þá fer ég styttri og auðveldari leiðina. Ekkert kjaftæði. Ekkert vesen. 

Smákökubakstur er þar engin undantekning. Ég nenni ekki að standa grenjandi ofan í misheppnað smákökudeig. Been there. Done that. Ég nenni ekki að vigta, sigta og hinkra eftir því að einhver deigklumpur jafni sig í ísskáp yfir nótt. 

Ég tek ofan hattinn fyrir öllum þeim sem baka fleiri en eina sort frá grunni. Ég er reyndar með mjög stóran haus. Og finn aldrei hatta sem passa á mig. En þið vitið, ég er með ímyndaðan hatt. Og veifa honum í allar áttir. Hneigi mig og beygi. Í mikilli auðmýkt.


Ah, tilbúð smákökudeig. Ég er ennþá að veifa hattinum. Núna fyrir þeim sem settu þetta fyrirbæri á markað. Í vikunni prófaði ég þrjár tegundir frá Kötlu. Og ó, boj. Hvílíkt hnossgæti. Bara eins og mamma hafi bakað þetta. Og mamma mín bakar kökur upp á tíu. Ef ekki tólf. 


Þetta er svo auðvelt í framkvæmd að ég hefði getað bakað með bundið fyrir augun. Eða blindfull. 

Klippa umbúðir. Skera deig. Inn í ofn. Voilá - þú ert búin að baka eina sort. 


Kökur með hvítu súkkulaði. Mmm.




Uss, þessar lakkrískökur sko. Þær urðu að vísu dálítið fáar. Ég át nefnilega megnið af deiginu. Af því það var á bragðið eins og mjúkar Bingókúlur. 



Þessar fá fullt hús stiga.


Ég átti von á fólki í kaffi um kvöldið. Fólki sem þurfti ekkert að vita að það hefði tekið mig klukkutíma að fleygja í þrjár sortir. Þannig að til þess að gefa kökunum örlítið heimatilbúnari brag þá skvetti ég yfir þær súkkulaði. Ó, blekkingavefurinn.

Ekki ætla ég að skemma ímynd mína. Ég er eldhúsgyðja. Í hjartanu. 




Mjólkursúkkulaði yfir hafrakökurnar. Sem voru unaðslegar.




Hrikalega lekker. Og ég hrikalega ánægð með mig. Og afraksturinn.

Ég hef fengið þó nokkrar spurningar um þessa ágætu krukku. Hún fæst í Rúmfatalagernum. Ég splæsti í hana síðast þegar sambýlismaðurinn var á sjó. Af því að ég er skápakaupfíkill. Og reyni að miða allar mínar verslunarferðir við fjarveru hans. 


Þessar kökur fá mín meðmæli. Og það eru góð meðmæli.

Þið finnið mig bæði á Snapchat og Instagram - gveiga85.

Heyrumst.

3 comments:

  1. ok, ég VERÐ að fá svona lakkrískökudeig. þótt að ég baki helst frá grunni, þá hljómar þetta awesomesauce. Sendir Katla í póstkröfu út fyrir landsteinana? haha.
    x H

    ReplyDelete
  2. ég prófaði þessar og fann það út að það getur ekki verið ég heldur bara ofninn sem eyðileggur allar kökutegundir sem fara þar inn...

    ReplyDelete
  3. er mikill sykur í þessu?
    hafrakökum t.d.?

    ReplyDelete