Nov 30, 2015

1500 kall


Á síðasta föstudag héldu þó nokkrar verslanir hinn ameríska Black Friday hátíðlegan. Einhverjir sáu ástæðu til þess að röfla yfir því. Auðvitað. Fari það grábölvað að fá afslátt rétt fyrir jólin. Til andskotans með það bara. 

Jú, eitthvað var rætt um að afslátturinn væri víðast hvar frekar nískulegur. Blablabla. Fyrir marga getur skipt máli að spara örlítið. Þó það sé ekki nema þúsundkall. Sérstaklega á þessum árstíma. 

Það gefur manni enginn þúsundkall. Eins og amma mín myndi segja. 

Ekki röflaði ég. Ég röfla aldrei.

Ég sat heima með dollaramerki í augunum. Enda orðin svo skratti amerísk. Black Friday og allt það. Ég beið salíróleg alveg þangað til klukkan fimm. Þá átti sambýlismaðurinn að fara aftur á sjó. Og ekki versla ég með hann heima. Ekki þessa dagana. Hann heldur að ég sé að spara. Eða við já. Hann heldur að við séum að spara. 

Af því hann vill ekki að við verðum eldri borgarar á leigumarkaði. Svo neitar hann líka að gifta sig í jakkafötunum sem hann keypti fyrir skírnina hjá afkvæminu árið 2007. Það var einmitt sparnaðarráð sem undirrituð lagði til. Ég hugsa alltaf í lausnum sko. Lausnum sem ég græði á.

Og hann hlustar aldrei á mig. 

Jæja. Hvað um það. Ég sat spök þangað til að ég gat fleygt Jóakim Aðalönd um borð í grænlenskan frystitogara. 

Ég reykspólaði svo af bryggjunni. Eins og óð kona. Brunaði sem leið lá í Gyllta köttinn. Þar sem allir vintage kjólar voru á 1500 krónur í tilefni dagsins. Ömurlega ameríska dagsins. Hóst. 



Ég geng aldrei í bleiku. Tjah, fyrir utan þarna náttsloppinn minn. Sem ég er eiginlega alltaf í. Ég geng aldrei í bleikum kjólum. Svona réttara sagt.

En þessi. Þetta snið. Fölbleikur og fagur. Og á einungis fimmtánhundruð kall. 

Ég varð að fá hann.

Ókei. Og tvo aðra.

Whatever. 


Note to self: slepptu svarta brjóstahaldaranum næst. 

Þessi myndataka kostaði mig nota bene 1100 krónur. Já, afkvæmið er hætt að þiggja sælgæti og sykrað morgunkorn fyrir að mynda móður sína. Það er af sem áður var.

Ætli hann biðji ekki um brennivín og kvennafar næst. 

Djók.

Þið finnið mig á Snapchat og Instagram - gveiga85.

Heyrumst. 

6 comments:

  1. Þú ert ekki lengi að safna fyrir þrífót og fjarstýringu á myndavélina ef krakkinn heimtar 1100 kr fyrir hverja myndatöku!

    ReplyDelete
  2. Hvar fékkstu hvíta jólatréð? Það lúkkar mjög vel! Klárlega í stíl við nýja kjólinn. ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég fékk það í Húsasmiðjunni fyrir heilum 9 árum. Eeeeen sá svona í Rúmfó um daginn! ;-)

      Delete
  3. Hahaha gaman að lesa þetta hjá þer

    ReplyDelete
  4. Myymme Iqos-tikkuja HEETS -tuotteita irtotavarana jatkuvasti
    Yritys " ТОВ СТИКХИТС КОМ " myy tukkumyyntipakkauksia HEETS jatkuvasti! Saatavana olevat tupakkatuotteet Ukrainan markkinoille valmisteverolla (7 makua), Kazakstanin markkinoille ilman valmisteveroa (7 makua), Venäjän markkinoille ilman valmisteveroa (11 makua).
    Stik Heets Iqosin makuvalikoima tyydyttää jokaisen asiakkaan:
    Heets Silver Selection – se on yksinkertainen, kevyt sekoitus valitun tupakkaseoksen makua.
    Heets Bronze Label – upouusi sekoitus, tupakan maku, - yhdistetään hienovaraisesti kaakaoon ja kuivattuihin hedelmiin.
    Sticks Purple Label – tämä on rohkea yhdistelmä unohtumatonta makua ja rikasta aromia.
    Tupakkakeppi Heets varten IQOS Amber Label - tämä on mielenkiintoinen yhdistelmä tiukkoja klassikoita.
    Heets Green Zing – tämä on oikea kevään tuoksu.
    Heets Turquoise Label – Mentoolijäähdytyksien yhdistelmä.
    Heets varten IQOS Yellow Label –Valitun tupakan tuoksu sekoittuu kevyisiin mausteisiin muistiinpanoihin.
    (UUTUUS) Heets Glaze Heets — pehmeä ja tuoksuva. Herkullinen sekoitus tuoreita mausteita ja aromaattisia yrttejä.
    (UUTUUS) Heets Noor Heets — lämmin ja sitrushedelmä. Tyylikäs tupakkaseos, jossa on lämmin pähkinämaku ja herkät sitrushedelmien ja hedelmäiset muistiinpanot.
    (UUTUUS) Heets Apricity Heets — rikas ja kermainen. Tupakka sekoittuu puumaisiin ja makeisiin hedelmäisiin muistiinpanoihin.
    (UUTUUS) Yogen Heets — Aromaattiset nuotit: tuore kukka.
    Lisäksi on olemassa laitteita IQOS 3.0 multi (4 väriä) ja IQOS 3.0 duo (5 väriä).
    Lähetämme koko Ukrainan minkä tahansa kuljetusyhtiön kanssa, samoin kuin kuljetusyhtiön "DHL EXPRESS AVIA" lähettämät laivat Ukrainasta lähelle ja kaukaa ulkomaille.
    Kirjoittaa - Telegram - StickHeetsUkraine
    Hyväksymme puhelut ja tilaukset - Telegram +447384477840 Andrew,
    Koko valikoima stik.net.ua-sivustossa

    ReplyDelete