Jul 9, 2013

Bits and bobs.

Ó, Jogerís. Ef ég byggi á höfuðborgarsvæðinu myndi ég aldrei láta neitt annað inn fyrir mínar varir. Aldrei.

Við mæðgin erum agalegir sælkerar. Vitum fátt betra en kaffihúsaferðir með rjóma.

 
Ég verslaði mér guðdómlega skó í dag. Ég gat ekki sleppt því - 90% afsláttur! 2500 krónur í staðinn fyrir 25 þúsund. Slíku tilboði neitar maður ekki. Ó, nei.

 
Ókei, eitt skópar enn. Þetta bara datt upp í hendurnar á mér. Þeir áttu að kosta 5000 krónur en ég fékk þá á 1200 kall. Hreinn gróði!

Bölvuð naglalökk. Sumt fólk fer aldrei út í búð án þess að grípa með sér nammi - ég fer hinsvegar aldrei í búð án þess að næla mér í eins og eitt stykki naglalakk. Jafnvel tvö.

Í þessum skrifuðu orðum er á ég gistiheimili í Keflavík að hlusta á sambýlismanninn reyna að selja mér þá hugmynd að borða á KFC í kvöld. Oj bara.

Við heyrumst næst frá Tenerife.
(Ef þið saknið mín er ykkur velkomið að elta mig á Instagram - @gveiga85).

Adiós í bili.


3 comments:

  1. JESÚS kristur hvað þetta eru flottir skór - páfuglinn þ.e.a.s. Hinir eru alveg ágætir sko.

    Bíð spennt frétta frá Tene. Not. Hata fólk sem fer til útlanda 30 sinnum í mánuði. En. Tekur stöðuna á öllum vígstöðvum. Mátt endilega halda ágram að leita að armíjakkanum.

    ReplyDelete
  2. vóvó! hvar fást svona fínir útsöluskór??

    ReplyDelete
    Replies
    1. útsölumarkaður hjá toppskóm á smáratorgi :)

      Delete