Súkkulaðihúðaðar expressó kaffibaunir - hvílíkt sælgæti! Mæli þó ekki með að stúta heilum svona pakka á einu bretti. Ég verð andvaka eitthvað fram í ágúst.
Fríhöfnin - einn af mínum uppáhalds stöðum. Aðallega vegna þess að þar skiptir engu máli hvaða dagur er eða hvað klukkan slær - áfengi er alltaf við hæfi.
Ég fann þessa dásemd í matvörubúð áðan. Stellu-eplasíder. Maður verður að vera duglegur að vökva sig í þessum hita. Annað gengur ekki.
Svalirnar mínar eru svo sannarlega ekki af verri endanum.
Þegar ég kemst í naglalökk sem kosta 160 krónur íslenskar er voðinn vís. Ekki skemmir fyrir að þessi lökk eru með þeim betri sem ég hef smurt á mig.
Jæja, sundlaugin kallar.
Við heyrumst fljótlega.
Fallegar myndir- hafðu það gott í sólinni!
ReplyDeletetakk fyrir!:)
DeleteForvitni, á hvaða hóteli ertu? Hef farið 5 ár í röð til Tenerife og því prófað nokkur hótel hehe :)
ReplyDeleteheyrðu við erum augljóslega sálufélagar því þetta er sjöunda sumarið okkar á tene í röð! :) við vorum meira að segja hérna í þrjá heila mánuði í fyrra sumar - sem var BEST í heimi!
Deletenúna leigðum við okkur íbúð í gegnum ownersdirect.co.uk - sem er algjör snilld. við borgum miklu MIKLU minna fyrir dvölina en þegar bókað er hótel í gegnum íslenska ferðaskrifstofu.
við erum á svaka fínu komplexi sem heitir sunset bay - svalirnar okkar eru stærri en nokkurt hótelherbergi sem við höfum komið í hérna og þau eru þónokkur! :)
Nei hættu nú alveg. Er að stefna að fara í september í ferð númer 6! En okay snilld þetta er klárlega eitthvað sem ég þarf að skoða :D
Deleteég ætla að hætta að elta bloggið þitt og instagram á meðan á þessari tenedvöl stendur, hreinlega hef ekki taugar í þetta.
ReplyDeletesammála með kaffibaunirnar. gerði það einu sinni í prófatíð (óvart, hélt fyrst að þetta væri bara súkkulaðidropar og gat svo ekkert hætt) og ég svaf ekki svo dögum skipti.