Sep 24, 2015

Fimm hlutir á fimmtudegi


Ég hélt hádegisverðarboð um síðustu helgi. Sem ætlað var til þess að skipuleggja títtnefnt brúðkaup mitt. Brúðkaupið okkar já. Einmitt. Meinti það. Hádegisverðargestum fannst svo öll slík skipulagsvinna mjög ótímabær. Þannig að það var bara étið. Og farið. Jæja.

Hádegisverðurinn er að vísu ekki það sem ég ætlaði að tala um. Heldur þessi glæsilegi kökudiskur. Bleikur og rúllandi rómantískur. Með loki og öllu. Eða heitir þetta hjálmur? Whatever. 

Kostaði þúsundkall. Fannst á rölti um Rúmfatalagerinn fyrir stuttu. 


Tekur sig vel út á veisluborði. Alveg sallafínn, eins og amma mín myndi orða það. 



Ég bætti þessari kápu við fataskápinn um daginn. Þar hékk ein kápa fyrir. Sem er líka gul. Mér er bara ekki sjálfrátt þegar ég sé glitta í gult. Í dag valsaði ég einmitt út úr Vila með gulan kjól. Gula skyrtu. Og trefil. Með gulu ívafi. Auðvitað. En það er efni í aðra færslu. Allt aðra.

Ég tel talsverðar likur á því að ég verði stödd í nágrenni við Suðurskautslandið um miðja næstu viku. Af því sambýlismaðurinn mun taka mig með út á sjó. Ekki af því hann getur ekki hugsað sér sex vikur án snertingar minnar og skemmtilegheita. Nei. Heldur til þess að fjarlægja mig úr umhverfi freistinga og fásinnu. 

Ekki versla ég um borð í grænlenskum ísbrjót. Skilst reyndar að það sé sjoppa þar. Ég get alveg unnið með það. 


Ég bakaði vöfflur um daginn. Sem er ekkert merkilegt eitt og sér. Það sem ég sullaði ofan á þær var hins vegar nokkuð merkilegt. Karamellubúðingur. Rjómi. Og brætt Rolo. 

Stökk vaffla. Silkimjúkt Rolo. Sætur karamellubúðingur. Sælgæti par exelans. 



Og annað sælgæti par exelans. Af því ég elska sælgæti. Elska það, elska og elska. Þetta súra og sykurklístraða spaghetti er uppáhalds nammið mitt þessa dagana. Fyrir utan Bingókúlur. Og allar súkkulaðitegundirnar sem fást í Ikea. 


Mmm. Að sjúga fulla lúku af þessu. Draumur. Algjör draumur.


Þetta er líka draumur. Fyrir fólk með neglur. Sem vaxa bara ekki upp fyrir fingurgóma. Ef svo má að orði komast. Ég keypti þetta í Hagkaup fyrir löngu. Fleygði upp í hillu. Mundi eftir þessu fyrir stuttu og prófaði. Neglurnar hafa aldrei verið lengri. 

Og það hefur aldrei verið eins freistandi að fara að versla naglalökk. Fyrir löngu og fínu neglurnar mínar. En ég geri það ekki. Alveg alls ekki.

Þið finnið mig bæði á Snapchat og Instagram - gveiga85. 

Heyrumst. 

4 comments:

  1. Æ, það hefði verið ágætt að hafa þig búsetta nær vegna gula litarins á laugardag.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Almáttugur, ég hefði getað dressað og lakkað ykkur allar með tölu! ;-)

      Delete
  2. Okey hvar fékkstu þessa æðislegu kápu? Hún er sjúk!
    -Heba

    ReplyDelete