Grillmatur. Mmm, það er fátt betra en grillaðir maísstönglar löðrandi í smjöri og salti. Oh, bölvaður grillmatur. Ég elska grillmat. Ég er svo sannarlega ekki ein af þeim sem grennist yfir sumarið.
Hjartans feðgarnir mínir að húkka marhnúta. Eða marsadóna eins og þeir kallast á þessu heimili. Ég verð líklega tilneydd til þess að sjóða eitt stykki fljótlega. Sonurinn harðneitar að henda aflanum og getur ómögulega skilið af hverju ég elda ekki það sem hann veiðir. Nú eða af hverju hann má ekki bara eiga fullt af marhnútum í búri. Jakk.
Ó, boj. Matarræði mitt síðustu vikurnar. Allsstaðar sem ég kem við í þessari vinnu minni verður eitthvað bakkelsi á vegi mínum. Læt ég það eiga sig? Nei. Ég fer á heilsuhæli eftir kosningar.
Mitt himnaríki - Eymundsson á Akureyri. Ég gæti dvalið þarna dögum saman.
Einn írskur og áfengur kaffibolli eftir langan dag. Sjóðheitt kaffi, púðursykur, viskí og Amarula - alveg syndsamlega gott.
Jæja, ég er upptekin við að horfa á Árna Pál á Stöð 2. Horfa já. Það er nú ekki neitt sérstaklega leiðinlegt að glápa á hann blessaðan.
Ó mæ! Ekki grennist ég heldur á sumrin, já eða nokkurntímann virðist vera. En vá hvað ég er sammála þér með Eymundsson- spurning um að við skellum okkur bara í bussness og opnum útibú hér á ReyCity?
ReplyDelete