Jul 7, 2013

Pakk og hlakk.

Eftir þrjá daga mun ég sitja í flugvél á leið til Tenerife. Mikið sem það verður fagur dagur.


Ekki fer ég skartgripalaus úr landi.


Ennþá síður fer ég naglalakkslaus eitt eða neitt. Ég er búin að pakka niður tuttugu naglalökkum fyrir fjórtán daga ferð. Ég var búin að troða talsvert fleirum í tösku sko. En að beiðni sambýlismannsins var gerður vægur niðurskurður. Honum er nú lokið - ég get ekki fækkað lökkunum meira. Ég verð að vera við öllu búin.


Ég fer aldrei út fyrir landsteinana án hnetusmjörs og kartöflukrydds.


Lesefni - rómantískt, spennandi og klámfengið. Þarf ég eitthvað meira?


Í dag ætlum við að keyra rúmlega 600 kílómetra til Reykjavíkur. Ég, verandi ákaflega hagsýn húsmóðir, bakaði að sjálfsögðu handa okkur nesti til þess að njóta á leiðinni. 

Heyrumst síðar!

No comments:

Post a Comment