Dimmuborgir við Mývatn. Þarna verða allir að koma - þvílíkt umhverfi!
Fallegar stjúpur í skemmtilegum stígvélum.
Ég er ákaflega hrifin af fjólubláu þessa dagana. Ég þarf að læra að búa til krækiberjavín - er það ekki fjólublátt?
Þessir duttu inn um lúguna hjá mér á meðan ég var í útlöndum. Þökk sé Ebay að sjálfsögðu. Mig var búið að langa í þá lengi og stóðst ekki mátið þegar ég las þetta blogg. Parið var á tæplega 1200 krónur. Ég læt það nú alveg vera.
Ekki komum við áfengislaus að utan. Ó, nei. Við keyptum meðal annars þessa stórglæsilegu vodkaflösku sem inniheldur ætar gullflögur. Það er kanilbragð af vodkanu og ég er búin að vera æsispennt að smakka. Sambýlismaðurinn leyfir mér hinsvegar ekki að opna helvítis flöskuna því hann segir að ég klári allar flöskur sem ég byrja á.
Það er auðvitað bölvaður þvættingur.
Eigið gott fimmtudagskvöld mín kæru og góða helgi þið sem hefjið helgina í kvöld.
Passaðu að gullflögurnar hrökkvi ekki ofan í þig:)
ReplyDeleteengar áhyggjur - ég fæ ekkert að opna þessa bölvuðu flösku!
Deletegott að geta glatt !!
ReplyDelete