Nov 11, 2012

Failure.

Fail gærdagsins var þegar ég ætlaði að smella einum dropa af fjólubláu munnuangursmeðali inn í neðri vörina á mér en missti megnið af innihaldi flöskunnar upp í mig, yfir puttana, fötin mín og klósettvaskinn, Við skulum hafa það á hreinu að þetta er eitthvað efni sem fer ekkert auðveldlega af.


Myndin gerir þessu stórslysi alls ekki nógu góð skil því ef ég opnaði munninn var allt fjólblátt. Tennurnar á mér litu út eins og ég hefði tannburstað mig síðast um fermingu. Svo var væn fjólublá slumma á hökunni á mér sem sést ekki þarna. Þess má geta að ég hætti mér ekki út fyrir hússins dyr állan gærdaginn. Núna, sólahring seinna, er munnurinn orðinn nokkuð góður - enda er ég ekki lengur með tannhold sökum oftannburstunar. Puttarnir eru ennþá fjólubláir. Klósettvaskurinn, sjitt, ég er búin að reyna allt. Fjólubláu gusurnar fara ekki af. Á ekki einhver ráð handa mér? Ég missti nefnilega augnbrúnalit í vaskinn í síðustu viku þannig að hann er orðinn svolítið almenningsklósettlegur. Ég vil helst ná að þrífa þetta áður en Gummi fer að röfla yfir því hvað ég er seinheppin.

No comments:

Post a Comment