Jun 18, 2013

Guðdómlegur kjúklingur.


Þessi kjúklingaréttur var oft á borðum heima hjá mér þegar að ég var yngri og gekk þá undir nafninu Raggi Reykás. Aðrir gætu mögulega þekkt þennan rétt undir nöfnunum karrýkjúklingur eða kjúklingur í tómatsósu. Skiptir ekki máli hvað þið kjósið að kalla þennan kjúkling - hann er guðdómlegur og eiginlega meira en það.


Raggi Reykás:

Heill kjúklingur - hlutaður niður.
3 dl tómatsósa
3 tsk karrý
3 tsk nýmalaður svartur pipar
1 tsk salt
1 peli rjómi / eða sama magn af matreiðslurjóma (ég nota alltaf matreiðslurjómann - bumban má ekki við ekta rjóma).

Tómatsósu og öllu kryddi er hrært saman og síðan smurt yfir kjúklinginn. Þetta fer inn í 200° heitan ofn í 30 mínútur. Þá er fatið tekið út og rjómanum hellt yfir kjúklinginn. Síðan er rétturinn eldaður í 30 mínútur í viðbót.


Raggi er bestur með hrísgrjónum og góðu salati.

Mæli með að þið prófið.

No comments:

Post a Comment