Jun 18, 2013

Ikea.

 

Mig langar svo í þessi rúmföt úr Ikea. Settið af þeim kostar samt heilar 7.000 krónur. Sem að merkir að ef ég kaupi þau þá þarf ég að eyða 14.000 krónum í rúmföt. Að því gefnu að ég kaupi handa sambýlismanninum líka. 

Fjórtán þúsundkallar fyrir rúmföt - er það mikið eða lítð? Eða jafnvel nokkuð eðlilegt verð? Ég bara geri mér enga grein fyrir því.

Ég hef nota bene keypt mjög lítið af rúmfötum um ævina þar sem ég hef fengið nokkuð ótæpilegt magn af hinum og þessum útgáfum í jólagjafir síðastliðin ár.

Kaupa eða hlaupa?

No comments:

Post a Comment