Rykið sem glittir í á þessari mynd er sambýlismanninum að kenna. Hann neitar að þrífa bílinn fyrr en ég fellst á að kaupa nýjan bíl. Það er öllum á heimilinu voðalega illa við 14 ára gamla Yarisinn okkar nema mér. Um daginn fór afkvæmið að gráta af því við eigum ljótasta bílinn í bænum að hans sögn.
Við fórum í kaffi og köku á Salt sem er tiltölulega nýr staður á Egilsstöðum. Ósköp snyrtilegur og flottur. Ég fór þangað á laugardaginn líka og fékk gefins sjúklega góðan Frappó til að smakka ásamt Cappuccino sem ég pantaði mér. Ég dró svo sambýlismanninn með mér í dag til þess að láta hann bragða dýrðina.
Kakan sem við fengum var unaður og ég ætla að fara fljótlega aftur og prófa matinn hjá þeim.
Sambýlismaðurinn dröslaði mér í göngu um Hallormsstaðaskóg.
Þetta var alveg dásamlegt. Þó að ég hafi fundið þessari göngu allt til foráttu til að byrja með. Tjah, enda er ég ekki mesta náttúrubarn sem þið finnið.
Ég hata hoppukastala!
Ég fæ mig ekki einu sinni til þess að horfa þegar barnið mitt fer um borð í svona djöfuls kastala.
Kósý þjóðhátíðardagur!
ReplyDeleteheldur betur! :)
Delete