Jun 15, 2013

Rauðvínsíspinnar.

Já þið lásuð rétt. Rauðvínsíspinnar! Ég bjó til rauðvínsíspinna í gær.



Í þessar stórmerkilegu framkvæmdir þarf:

1 bolla af rauðvíni
1 og 1/2 bolla af dökku súkkulaði
1 og 1/2 bolla af mjólk

Rauðvínið er hitað í potti við vægan hita og leyft að krauma þar í rúmlega korter. Þá er potturinn tekinn af hellunni, súkkulaðið sett saman við og því leyft að bráðna. Að lokum er mjólkinni hrært út í blönduna. 



Blandan fer í íspinnaform og það er sett í frysti yfir nótt. Sambýlismanninum ofbauð þegar hann fylgdist með mér við þennan verknað. Það er dálítið eins og blindur maður hafi verið að reyna að hella í formin. 



Þessir íspinnar eru alveg ótrúlega ljúffengir. Ég mæli þó ekki með þeim fyrir aðra en gallharða rauðvínsaðdáendur.

(Hugmyndin kemur héðan).

No comments:

Post a Comment