Þegar ég kom heim í ágúst eftir sumardvölina í útlöndum var ég orðin þyngri en bíllinn minn. Ég mætti að sjálfsögðu galvösk í íþróttahúsið, splæsti í kort og stundaði líkamsrækt í hinn hefðbundna vikutíma. Núna hef ég ekki hreyft legg né lið í að verða sjö vikur. Hvað er að mér? Það er nokkuð ljóst að þriggja mánaða bjórþamb og pizzuát í sumar hvarf ekki á þessari viku sem ég tók með trompi í september síðastliðnum.
Þessa stundina er ég að reyna að sannfæra sjálfa mig af miklum móð að það sé hreinlega of stutt í jólin til þess að fara í átak!
Djöfullinn. Ég ætla að hlunkast í ræktina á morgun...
...það er samt auðvitað bráðnauðsynlegt að ég hakki fyrst í mig skúffukökuna sem Gummi bakaði í gær. Það er ekkert vit í því að hafa skúffuköku í húsinu á mánudegi - mánudeginum sem ég fer í ræktina nánar tiltekið!
No comments:
Post a Comment