Nov 19, 2012

Hollustuheimilið.


Þetta var meðal annars í matinn í gær. Vel djúpsteiktar sjoppufranskar með óhóflega miklu magni af kartöflukryddi. 


Þessar dýrindis pylsur galdraði ég fram úr erminni í kvöld. Oj, það eru ennþá næstum þrjár vikur í fyrsta próf og ég er nú þegar farin að finna æðarnar stíflast. Máltíðirnar á þessu heimili eru yfirleitt frekar einfaldar frá miðjum nóvember og fram í desember. Ég verð nefnilega ööörlítið geðstirð þegar fer að nálgast próf og þá er best að ég sé ekkert að fikta með beitta hnífa eða einhver álíka verkfæri. 


Miðdegissnarl dagsins. Ég ákvað einnig í dag að fresta öllum ræktarplönum fram í janúar.


2 comments:

  1. það jafnast ekkert á við franskar með óhóflega miklu magni af kartöflukryddi!! :)

    ReplyDelete