Eina ástæðan fyrir því að ég lét til leiðast er að hann bauð upp á saltstangir og Voga-ídýfu með þessari hörmung. Eða það er kannski of gróft til orða tekið að kalla þessa mynd hörmung. Ég var hætt að halda athygli við hana eftir ca. 10 mínútur en þá voru saltstangirnar búnar og ég löngu hætt að skilja hvað var að ske. Ég hékk þó áfram yfir henni og fór að naglalakka mig. Já viðburðaríkt kvöld með eindæmum.
Ég keypti þetta stórfína naglalakk í síðustu viku og er agalega hrifin af því.
Það ber að taka fram að mér var stranglega bannað að kveikja ljósin í stofunni á meðan naglalökkun stóð yfir. Þannig að ég á nú vandaðari meistaraverk að baki.
Myndin var óþarflega löng og mér var farið að leiðast agalega mikið. En þar sem ég vildi nú ekki vera leiðinlegasta kærasta í heimi hékk ég áfram yfir þessari ræmu og hófst handa við að skreyta neglurnar á mér enn frekar.
Naglalökkun í náttbuxum á laugardagskvöldi. Ég var líka skylduð til þess að taka myndir með slökkt ljós þannig að ég sá ekkert hvað ég var að gera.
Naglalakkið er númer 260 ef einhverjum langar í. Mæli samt eindregið með því að gera eitthvað annað á laugardagskvöldum en að naglalakka sig yfir kúrekamynd. Ég hef gert margt skemmtilegra um ævina.
No comments:
Post a Comment