Jan 11, 2013

Eyðslubanni aflétt.

5 dagar - ég hélt eyðslubannið út í heila fimm daga. Eða eiginlega bara fjóra. Því ég hófst handa við að eyða peningum aftur í dag.

Ég bara datt inn á útsölu hérna - frír sendingakostnaður til Íslands og og og ég bara freistaðist. Féll á eyðslubanninu mínu sem átti allra helst að vara út janúar. Ég ætlaði bara aðeins að skoða. En þessi skoðunarferð mín fór nú eins og við var að búast.

Kortaveski. Mig sárvantaði svoleiðis. Ég er alltaf með þessi kort mín út um allar trissur. Ég týni að minnsta kosti einu korti vikulega - hringi í bankann og læt loka því - finn það svo í einhverjum vasa og þarf að lúðast í bankann til þess að láta opna það aftur. Þannig að já, kortaveski er bráðnauðsynlegt fyrir mig. 


Sólgleraugu. Kannski ekki það nauðsynlegasta í janúar. En svo kemur nú væntanlega sumar, ekki rétt? Ég hef líka bara svo veikan blett fyrir svona stórum gleraugum. Við þurfum ekki einu sinni að ræða hlébarðamynstrið. 4 dollarar - gjöf en ekki gjald!


Samfestingur. Frekar plain en það má nú poppa hann upp með allskyns skrauti. Ég elska samfestinga og kýs að afsaka þessi kaup ekki á nokkrun hátt. Fyrir utan þá staðreynd að ég á engin föt. 

Jæja, föstudagur - matarboð og hvítvínstár með góðum vinum. Þá sjaldan maður fær sér víndreitil. 

Gleðilegan föstudag!

2 comments:

  1. Ég elska að lesa bloggið þitt ! Þú ert svo ótrúlega skemmtileg alltaf og það er alltaf svo stutt í hláturinn þegar maður les bloggið ! :) Glími við sama vandamál að vera altlaf að eyða og eyða en þú kemur alltaf með svo góða rökstuðning bak við þína eyðslu! :) ætla klárlega að fá að stela hahaha ! En endilega haltu áfram með bloggið þitt ! Les það á hverjum degi !

    ReplyDelete
    Replies
    1. mikið sem mer þykir vænt um þetta komment hildur! haltu áfram að eyða og eg skal halda áfram að dæla inn afsökunum handa þèr! :-)

      takk fyrir að lesa**

      Delete