Jan 20, 2013

Lúxustími.

Það er alveg gráupplagt að nýta sunnudagskvöld í smá lúxustíma fyrir sjálfan sig. Nostra aðeins við sig áður en tekist er á við nýja viku. Best er að byrja á því að henda barni undir sæng og senda sambýlismann eitthvað í heimsókn. 


Haugur af andlitsmöskum sem komu með mér heim úr borginni. Ég keypti þá í Hagkaup og hjá snyrtivörur.is


Gúrkur - alveg ómissandi hluti af svona dekri. Tvær sneiðar á augun og tvær sneiðar til átu. 



Maskinn sem varð fyrir valinu í kvöld og brást mér svo sannarlega ekki. Ég er eins og silkiklútur í framan eftir þessa meðferð.


Varaskrúbbur og vaselín. Ég keypti skrúbbinn í Body Shop eins og myndin gefur augljóslega til kynna. Ótrúlega fínn - það eru svona misgróf korn í honum og hann fjarlægir dautt skinn af vörunum sem vill stundum verða manni til ama. Sérstaklega þegar maður bregðir undir sig betri fætinum og skellir á sig varalit. 



Kósýheit par excellence. 

Ég mæli samt ekki með því að gera þetta yfir sjónvarpinu. Að minnsta kosti ekki þegar einhver æsispennandi mannhvarfsþáttur er á dagskránni. Gúrkurnar duttu í gólfið og ég klíndi maska bæði í púðann og á sófann af því að ég var alltaf að snúa hausnum til þess að sjá á sjónvarpið. 

Þetta er samt ó svo notalegt.

Næstum því jafn nærandi fyrir sálina og að kaupa sér eitthvað fallegt.

No comments:

Post a Comment