Þegar ég sá þetta lag fyrst fyrir einhverjum dögum hélt ég að ég myndi kafna. Kafna úr kjánahrolli. Mér fannst þetta hryllingur.
Í gærkvöldi var heldur betur annað upp á teningnum. Ég var farin að dansa um stofuna eins og óð kona og langað mest inn í sjónvarpið til að taka þátt í gleðinni á sviðinu hjá þeim. Öll símtól á heimilinu voru komin í mína vörslu og ég kaus eins og ég ætti lífið að leysa. Á þessum tímapunkti langaði sambýlismanninum fátt meira en að slá mig í rot.
Ég hélt kannski að þetta hefði verið tímabundin rauðvínsgeðveiki. Eða jafnvel rauðvínseitrun.
En nei. Það fyrsta sem ég gerði í morgun þegar ég vaknaði var að hlusta á þetta lag. Og ég er ennþá að.
Er eitthvað að mér?
Já, það er eitthvað að þér!
ReplyDeleteúff. já, ég er ekki frá því!
Deleteó já það er eitthvað að þér. eitthvað mikið.
ReplyDeletealveg vissi ég að þú kæmir með einhver niðrandi ummæli sæberg.
Delete