Mar 6, 2013

Hollar lúxuspönnukökur.

Ó, ég bjó mér til svoddan hnossgæti áðan. Bláberjapönnukökur - án sykurs, án hveitis og bara án alls sem almennt þykir baneitrað.


Ekki nema þrjú innihaldsefni:

Þroskaður banani.
Egg.
Bláber (ég notaði frosin af því ég er nánös sem splæsir ekki í fersk ber nema við sparitilefni).


Bananinn er stappaður vel og vandlega saman. Maukinu hellt í skál og egg sett saman við.


Þessu er hrært saman þangað til að mixtúran lítur svona út.


Ég notaði litla sósuausu til þess að hella ,,deiginu" á pönnuna. Pannan var smurð með kókosolíu - en það má auðvitað nota hvað sem er. Bláberjunum er síðan raðað fallega á pönnukökuna.



Þetta var algjör draumur! Síðan getur maður sett það sem hugurinn girnist á pönnukökurnar. Ég borðaði þær að vísu bara eintómar í þetta skiptið. Á hraða ljóssins. En banananir gefa svo sætt og gott bragð að það er í raun enginn þörf á einhverju aukalega.


Ekki samt vera fáviti eins og ég og þurrka í fötin ykkar á meðan bakstri stendur. Stundum efast ég um aldur minn. Það getur ekki mögulega verið að ég sé að verða 28 ára. Almáttugur.

Mæli eindregið með því að þið prófið þessa dásemd!

(Uppskriftin kemur héðan).

10 comments:

  1. Var einmitt mikið búin að spá í hvað ég gæti bakað fyrir púkann í kaffitímanum þar sem ég á ekker hveiti. Þetta verður klárlega fyrir valinu :)

    ReplyDelete
  2. þetta virkar örugglega fyrir litla púka - það kemur nefnilega alveg agalega sætt og gott bragð af þessu :)

    ReplyDelete
  3. ummmm ætla að prófa þetta í dag.....)

    ReplyDelete
    Replies
    1. jahh, ég er ekki frá því að ég búi mér til annan skammt í dag! :)

      Delete
  4. Gætir þú skráð þig í meira nám í haust, verið svona eilífðarnemandi? Það að hafa þig heima og skrifa svona snilld er dásamlegt fyrir okkur hin sem húkum í misskemmtilegri vinnu :o)
    Harpa.

    ReplyDelete
    Replies
    1. nám í haust er nú þegar á planinu mín kæra harpa - ekki örvænta strax :) og takk fyrir falleg orð! ;)

      Delete
  5. Fannst þetta vel girnilegt þegar ég las þetta um daginn og varð einfaldlega að þakka kærlega fyrir besta morgunmat lífs míns. Mæli samt klárlega með sykurlausu sýrópi ofan á og svo jarðaber!!

    ReplyDelete
  6. frábært! oh, ég ætla prófa jarðaber og sýróp næst!

    ReplyDelete
  7. Replies
    1. þetta er sko meira en girnó - þetta er algjör draumur í dós! ;-)

      Delete