May 25, 2013

Movie Night.


Mér finnst ákaflega notalegt að hafa stundum laugardagskvöld út af fyrir mig. Bara ég og sjónvarpið. Ekki það að mér finnist sambýlismaðurinn sérstaklega leiðinlegur félagsskapur. Alls ekki. Við höfum bara dálítið ólíkan smekk þegar kemur að sjónvarpsefni og þar sem ég er fremur ákveðin (nei ég ætla ekki að skrifa frek) á öllum sviðum sambúðar okkar læt ég yfirleitt fjarstýringuna í hans hendur þegar kemur að kvikmyndavali.

Kosturinn við einveruna er líka sá að ég get borðað sælgæti þangað til mér liggur við köfnun. Það reyni ég að forðast í návist sambýlismannsins. Ég hrædd um að honum ofbyði ef hann yrði vitni af alvöru sælgætisáti af minni hálfu. Ég er nefnilega ekkert svakalega aðlaðandi þegar súkkulaðislefan byrjar að leka niður munnvikin á mér.

Ég er ekki neitt voðalega nýjungagjörn þegar notalegheit eru mitt eina markmið. Þá horfi ég yfirleitt á eitthvað sem ég hef séð oftar en hundrað sinnum. Myndir sem ég horfi iðulega á og eru í miklu uppáhaldi eru til dæmis:



Ég þigg glöð tillögur að fleiri bíómyndum. Einhverjar myndir sem er nauðsynlegt fyrir mig að bæta á listann?


5 comments:

  1. MURIEL´S WEDDING! hun minnir mig alltaf svo mikið á þig.. gott ef við höfum nu ekki horft a hana eins & einu sinni saman á okkar yngri árum! ;) hvar fékkstu btw svona agalega fín rör!?

    ReplyDelete
  2. hahahahahahahaha. ég er ekki ennþá búin að fyrirgefa þér btw þegar þú sagðir við mig í barnæsku að ég væri alveg eins og muriel!

    heyrðu ljúfan, rörin fann ég nú bara í tiger! 16 stykki saman í pakka á heilar 400 krónur minnir mig. og þau minna mig meira að segja dáldið á þig! ef einhver hefur yndi af því að skreyta drykkina sína þá ert það þú**

    ReplyDelete
  3. hahahaha ómægod! ég trúi þessu ekki uppá mig!!

    ó u know me só well! best ad skella sér i tiger bara við fyrsta tækifæri!! ;)

    ReplyDelete
  4. Clueless Gudda, Clueless!

    ReplyDelete
  5. Já, þetta var Hildur Karen

    ReplyDelete