Feb 12, 2014

Gleraugun.


Ég fæ ofsalega margar fyrirspurnir varðandi gleraugun mín. Ég á sirka tíu stykki. Eðlilega. 


Ég nota aðallega tvenn. Þessi hlébarðamynstruðu á efri myndinni og þessi svörtu hérna fyrir ofan.

Þið skuluð ekki halda í eina sekúndu að ég sé rándýra gleraugnatýpan.

Bæði keypt í Kolaportinu. Efri gleraugun kostuðu mig 2400 krónur og þau neðri 1700 krónur. Ég fann minn styrkleika eftir gott grams í einhverjum gleraugnabás þarna og sé svona prýðilega með þessum hræódýru gleraugum. Einnig hef ég fjárfest í gleraugum á Ebay og á einhverjum bandarískum sölusíðum sem ég kann engin skil á.

Djöfull sem ég sé eftir hárinu á mér samt. Andskotinn.

Heyrumst.

6 comments:

  1. sjá eftir hárinu? ertu rugluð? ég hélt í smá stund að þetta væri B! svo varst þetta bara þú.

    ReplyDelete
  2. Bannað að sjá eftir hárklippingunni!
    Bæði af því það er bannað að sjá eftir svona og líka af því þetta er svo asskoti fashionable og fer þér vel, eins og ég hef nefnt áður :)
    Taktu bara Drunk in Love dansinn og fílaðu þig eins og Yonce = divine and goregous.

    xx frá DK
    H

    ReplyDelete
    Replies
    1. ps...ekki samt taka þann dans in public, það púllar það enginn nema hún.

      Delete
    2. Ah sjitt. Ég er fyrir löngu búin að reyna að púlla dansinn in public. Á það á myndbandi. Smelli því inn við tækifæri - bara fyrir þig! ;)

      Delete