May 5, 2014

Barry M.

Í hádeginu á morgun opnar ný vefverslun með vörur frá Barry M. Þar verður hægt að versla sér gersemar á borð við varaliti, naglalökk, augnskugga, naglalökk og aðeins fleiri naglalökk. 

Sigríður Elfa - eigandi búðarinnar, var svo væn að bjóða útúrtaugaða naglalakkssjúklingnum í kaffisopa og örlítið forskot á sæluna. 



Mitt pastelóða hjarta tók kipp yfir þessum.



Ó, mig langaði að ferja þau öll með mér heim. Hvert eitt og einasta. 


Það voru einungis þrjú stykki sem fengu heimboð í Breiðholtið að þessu sinni. Þeim mun þó sennilega fjölga ört. 

Þetta eru nefnilega alveg merkilega góð lökk. Ég hef stundum keypt þau í útlöndum. Fá hiklaust mína gæðavottun. 




Svart og matt. Alveg ofsalega fínt.


Hægri höndin á mér lítur stundum út eins og skjálfhentur vörubílsstjóri hafi naglalakkað hana.


Þá kemur þessi aldeilis til bjargar. Það er nefnilega fátt minna lekker en illa lakkaðar neglur. 




Maður strýkur pennanum í kringum nöglina og voilá - fullkomin lökkun. Svona næstum því. 

Ég hvet ykkur til að kíkja á Facebooksíðu Barry M - það er einmitt leikur í gangi þar núna. Vefverslunin opnar svo um hádegisbil að mér skilst. 

Heyrumst.

4 comments:

  1. Ó mæ ! Hvar færðu svona penna ???

    ReplyDelete
    Replies
    1. Í búðinni - kíktu á Feisbúkksíðuna sem ég linka á og þá getur þú fylgst með þegar hún opnar :)

      Delete