Nov 29, 2012

Ekki kaup vikunnar.

Ég ætlaði nú að dekra pínulítið við mig og kaupa mér sjampó til þess að reyna að lífga aðeins upp á hárið á mér. Það er búið að vera í einhverju hálfgerðu lamasessi undanfarið.


Ég keypti þetta sjampó og næringu frá John Frieda. Þetta er auðvitað ekkert nýtt á markaðnum en ég notaði fyrir löngu einhverjar krulluvörur frá þessu merki og man ekki betur en mér hafi líkað nokkuð vel. Það var nú ekki raunin í þetta sinn. Þetta sjampó á að láta hárið líta út fyrir að vera þykkra og gefa því aukna fyllingu. Ég féll að sjálfsögðu fyrir þeim loforðum.


En því er nú heldur betur öfugt farið. Ég er búin að vera eins og ég sé með dauðan fugl á hausnum alla vikuna. Fyrst hugsaði ég ekkert út í að þetta gæti mögulega verið sjampóið, hélt bara að hárið á mér væri með meiri stæla en venjulega. En nei, ég notaði mitt venjulega sjampó í gær og hárið varð eðlilegt aftur. Eins eðlilegt og það getur orðið að minnsta kosti. Það lítur út eins og gamall strákofi þessa dagana og þetta bévítans sjampó bætti ástandið svo sannarlega ekki. 

Ætli ég þurfi svo ekki að kaupa mér sjampó á 200 kall úr Bónus næst. Sambýlismaðurinn fer nefnilega örugglega að skammta mér pening bráðum. Visakortið mitt er einmitt horfið úr úlpuvasanum mínum á einhvern undarlegan hátt - en ég hlýt að ná að tæla hann til þess að láta mig hafa það aftur. Hann hefur ekki hingað til staðist töfra mína.


4 comments:

  1. Já suss það eru efni í John Frieda vini mínum sem veldur hárlosi og leiðindum...keyptu þér næst þegar þú ferð til reykjavíkur svona risa brúsa af bed head í Kosti..alveg brillíant og á spotprís!

    ReplyDelete
  2. nei almáttugur! hárlosi og leiðindum - þetta fer í ruslið med det samme! já ég er mjög hrifin af öllu frá tigi! ekki verra ef maður getur nælt sér í það á spottprís! :)

    ReplyDelete
  3. Græðir frá Sóley Organics.
    Tekur nokkur skipti að "komast í gang" í hárinu en síðan verður það silkimjúkt og súpergott. Kannski ekki brjáluð fylling og þykking en gerir sitt gagn.
    Harpa.

    ReplyDelete
    Replies
    1. hljómar vel harpa. ég á einmitt slatta af húðvörum frá sóley organics og finnst þær ótrúlega góðar. ég smelli mér á sjampó frá henni í næstu verslunarferð! :)

      Delete