Fyrsta ferðin þangað átti sér stað þegar Gumma langaði svo í einn hafraklatta. Ég fór með honum, ætlaði sko ekkert að fá mér neitt af því að ég er svo ótrúlega öguð. Við komum heim úr bakaríinu með fleiri en einn hafraklatta, kanilsnúða, kleinur og tebollur. Það þarf vart að taka það fram að ég át að sjálfsögðu meirihlutann af þessu góssi. Svo vildi mamma endilega bjóða mér í kaffisopa og auðvitað í bakaríinu. Regla númer eitt í lífinu er að maður segir aldrei nei við mömmu sína þannig að þetta var dautt dæmi alveg frá upphafi. Til að kóróna þessa tvo fyrstu daga vikunnar skrapp í ég hádegisverð með einni uppáhalds í gær. Góður félagsskapur, rúnstykki, kaffi og bakkelsi. Regla númer tvö er að maður slær hendinni aldrei á móti slíku kombói.
Þessi misheppnaða megrunarvika er bara alls ekki mér kenna. Núna er svo lítið eftir af vikunni að það tekur sig ekkert að hugsa um þetta. Ég fer í ræktina á mánudaginn.
Nei þetta gengur náttúrulega ekki. Megrunarlaus vika samt léstu ekki sjá þig í margföldum 5 ára afmælisveislum í Ystadalnum.
ReplyDeleteÞú ert náttúrulega orðinn svoddan Reyðfirðingur ;)
Ég væri til í kaffisopa eða grænt te við næstu bugun. Kannski bugun á mánudaginn? Eða er það ræktin þá ;)
Ps. gettu hver Anonymous er! Hahahaha....
ReplyDelete